Bacillaceae | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gram-litaðir Bacillus subtilis gerlar
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
Alkalibacillus Jeon et al. 2005 |
Bacillaceae er ætt Gram-jákvæðra gerla innan ættbálksins Bacillales. Ættin samanstendur af ört vaxandi fjölda ættkvísla, en þekktust þeirra er Bacillus og dregur ættin nafn sitt af henni. Flestir meðlimir ættarinnar eru staflaga, ófrumbjarga gerlar og geta margir þeirra myndað dvalargró. Flestar tegundir ættar eru loftháðar eða valfrjálst loftsæknar, en einstaka tegundir eru þó loftfælnar. Kvikir gerlar innan ættarinnar eru oftast með kringstæðar svipur. Flestir meðlimir ættarinnar eru skaðlausir mönnum, en einstaka sýkla er þó þar að finna, til dæmis Bacillus anthracis og Bacillus cereus.