Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Birkibeinar voru norsk stjórnmálahreyfing, upphaflega skæruher og síðar herlið, sem tók þátt í síðasta hluta norska borgarastríðsins á miðöldum, eða frá því um 1174 og fram yfir 1210, er þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.[1][2] Vegur þeirra óx mjög eftir að Sverrir Sigurðarson varð foringi þeirra, en fyrir atbeina þeirra varð hann konungur Noregs og eftir hans dag Hákon sonur hans.