Eignarfornöfn (skammstafað sem efn.) eru fornöfn[1] og eru helst minn og þinn í íslensku[1] en vor og sinn teljast einnig til eignarfornafna. Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið sinn eiga heima í flokki afturbeygðra fornafna þar eð það vísar aftur til þriðju persónu.[1] Þessi skilgreining er umdeild enda nýleg og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði. Í fornu máli voru eignarfornöfn þremur fleiri: okkar, ykkar og yðar. Þau beygðust öll á sama veg og nokkurn veginn eins og fornöfnin annar og nokkur í nútímamáli. [2]