Titill á frummáli | フリクリ (Furi Kuri) |
---|---|
Enskur titill | (FLCL) |
Gerð | OVA |
Efnistök | Gaman, skóli, hasar |
Fjöldi þátta | 6 |
Útgáfuár | 2000 |
Lykilmenn | Kazuya Tsurumaki, leikstjóri Yoji Enokido, handritshöfundur |
Myndver | Gainax Production I.G. |
FLCL eða Furi Kuri (フリクリ, stundum stafsett sem Fooly Cooly) er japönsk teiknimyndaþáttaröð (anime) og myndasaga (manga) sem er mjög óvenjuleg og frumleg að ýmsu leyti.
Sagan gengur mjög hratt fyrir sig og er ákaflega súrrealísk á köflum og jafnvel þeir sem eru vanir japönskum teiknimyndum og myndasögum verða fljótt ruglaðir í ríminu þar sem söguþráðurinn er mjög óljós þar sem útidúrar fá að njóta sín til jafns við hinn eiginlega söguþráð. Sagan er yfirfull af ádeilu á samfélagið, alþýðumenningu og aðrar japanskar teiknimyndir og þ.a.l. er mjög erfitt að ná að skilja megnið af efninu án þess að bæði lesa bækurnar og horfa á þættina. Undiralda þáttanna er upphaf unglingsáranna þó svo að kímin og brjálæðið eigi það til að skyggja á það.