Fjallalyfjagras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Pinguicula alpina L.[1] | ||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Listi
|
Fjallalyfjagras (fræðiheiti: Pinguicula alpina[2]) er lítil jurt af blöðrujurtarætt. Jurtin er skordýraæta sem veiðir lítil skordýr með klístri sem þekur jarðlæg blöð hennar. Eitt hvítt trektlaga blóm vex á að 12 sm löngum stöngli. Fjallalyfjagras finnst víða til fjalla í Evrasíu og vex þá yfirleitt í votlendi og lyngmóum. Þeð er ein þurrkþolnasta tegundin sem vex í tempraða beltinu. Þar sem þær vaxa saman, þá geta lyfjagras og fjallalyfjagras myndað blendinginn Pinguicula × hybrida.