Gulskeggur (enska: Yellowbeard) er gamanmynd frá 1983 eftir Graham Chapman og fleiri í leikstjórn Mel Damski. Fjöldi frægra gamanleikara á borð við Peter Martin, Cheech & Chong, Peter Cook, Eric Idle, Madeline Kahn, John Cleese og Marty Feldman léku í myndinni. Þetta var síðasta kvikmynd Feldman, en hann lést úr hjartaáfalli við tökur í Mexíkóborg. Framleiðsla myndarinnar tók langan tíma þar sem Adam Ant var upphaflega boðið aðalhlutverkið og síðan Sting. Myndin notaðist við endurgerð Metro-Goldwyn-Mayer á skipinu Bounty sem smíðað var fyrir Uppreisnina á Bounty frá 1962.
Myndin hlaut dræmar undirtektir áhorfenda og John Cleese hefur síðar lýst henni sem einni af sex verstu kvikmyndum sem gerðar hafa verið.