Infocom var bandarískt tölvuleikjafyrirtæki sem var einkum þekkt fyrir textaleiki (gagnvirk ævintýri) á borð við Zork, Leather Goddesses of Phobos og Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 í Cambridge, Massachusetts af nokkrum starfsmönnum og nemendum við MIT. 1986 keypti Activision Infocom og lagði það niður sem sérstaka deild árið 1989.