Keltametall er tónlistarstefna sem er undirstefna þungarokks sem kom fram á Írlandi á tíunda áratug tuttugustu aldar. Líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða bræðing af þungarokki og keltneskum þjóðlagaáhrifum. Írsku hljómsveitirnar Cruachan, Primordial og Waylander voru brautryðjendur keltametals en tónlistarstefnan hefur síðar náð fylgi utan Írlands.