Lensuriddari er riddaraliðsmaður sem ber spjót eða lensu. Slíkir hermenn hafa tilheyrt bæði þung- og léttvopnuðu riddaraliði frá því í fornöld. Lensuriddarasveitir eru enn til í nútímaherjum þótt þær haldi ekki lengur til orrustu á hestbaki með spjót.