Naalakkersuisut

Naalakkersuisut, grænlenska landsstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins í stjórnkerfi grænlensku heimastjórnarinnar. Hún samsvarar ríkisstjórn í innanlandsmálum Grænlands og er landsstjórnarformaðurinn, Naalakkersuisut siulittaasuat, ígildi forsætisráðherra. Stjórnin situr í skjóli meirihluta landsþingsins, Inatsisartut, þar sem eiga sæti 31 fulltrúi.

Fyrstu landsþingskosningarnar á Grænlandi voru haldnar árið 1979 og eru þær að jafnaði á fjögurra ára fresti. Jonathan Motzfeldt úr Siumut, flokki jafnaðarmanna, varð fyrsti formaður landsstjórnarinnar. Núverandi formaður (2021) er Múte Bourup Egede úr Inuit Ataqatigiit.


Naalakkersuisut

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne