Papar

Papar voru samkvæmt íslenskum sagnariturum, írskir/skoskir einsetumenn eða munkar sem settust að í eyjum og útskerjum Atlantshafsins og á Íslandi áður en landið byggðist af norrænum mönnum. Frægasta heimild um veru þeirra á Íslandi er Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar.

Samkvæmt Íslendingabók voru Papar á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Þeir eru þar sagðir hafa yfirgefið Ísland vegna þess að norrænir menn settust hér að „því at þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn“. Engar fornleifar hafa fundist sem benda til um heimsóknir þessara írsku munka svo að það er fátt við að styðjast nema sannleiksgildi Íslendingabókar. Nokkur örnefni, einkum suðaustanlands, tengjast pöpum, til dæmis Papey, Papós og Papbýli. Steinristur í hellum á Suðurlandi og Vestmannaeyjum hafa verið sagðar frá pöpum, en fyrir því eru engar sannanir.

Svo segir í Íslendingabók um Papa:

Í þann tíð var Ísland viði vaxit á milli fjalls ok fjöru. Þá váru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, ok létu eftir bækr írskar ok bjöllur ok bagla. Af því mátti skilja, at þeir váru menn írskir. [1].
  1. „Íslendingabók“. Sótt 6. janúar 2008.

Papar

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne