Reaganbyltingin

Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, 1981.
Reagan í General Electric leikhúsinu, á árunum 1954-1962.
The Speech - A Time for Choosing(en) Ræðan til stuðnings Barry Goldwater, forsetaframbjóðanda, 27. október 1964.
Reagan og kona hans Nancy, fagna kosningasigri í Los Angeles Kalifornínu, 8. nóvember 1966.
Reagan og Nancy hitta Richard Nixon forseta Bandaríkjanna og konu hans Pat Nixon(en), í júlí 1970.
Reagan og Gerald Ford eftir útnefningu Repúblikana á flokksþingi(en), 19. ágúst 1976.
Niðurstöður forsetakosninga 1976, eftir fylkjum.
Niðurstöður forsetakosninga 1980, eftir fylkjum.
Reagan og Nancy eftir fyrri embættistökuna, 20. janúar 1981.
Reagan flytur sjónvarpsávarp frá Hvíta húsinu þar sem hann kynnir skattalækkanir, í júlí 1981.
Reagan leggur fram áætlun um efnahagslega endurreisn (e. Program for Economic Recovery), í fyrstu ræðunni eftir að honum var sýnt banatilræði, 28. apríl 1981.
Reagan flytur ræðu í Minneapolis, Minnesota, 8. febrúar 1982.
Reagan flytur ræðu í breska þinginu, fyrstur bandaríkjaforseta, þar sem hann spáði því að „frelsi og lýðræði myndu skila Marxisma og Lenínisma á ruslahauga sögunnar“ (e. ash heap of history), 8. júní 1982.
Reagan og Margaret Thatcher fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum, 9. júní 1982.
Reagan og Nancy fagna afmæli forsetans á heimaslóðum í Dixon, Illinois, 6. febrúar 1984.
Niðurstöður forsetakosninga 1984, eftir fylkjum.
Reagan og Nancy við síðari embættistökuna á tröppum þinghússins í Washington, 21. janúar 1985.
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, 1985.
Reagan ávarpar þjóðina í kjölfar Challenger-slyssins(en), 28. janúar 1986.
Reagan og Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins, á leiðtogafundi í Höfða í Reykjavík, 12. október 1986.
Reagan og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, á göngu fyrir utan Bessastaði, í október 1986.
„Mr. Gorbachev, Open this Gate. Tear Down This Wall.“ Reagan flytur ræðu fyrir framan Brandenborgarhliðið og Berlínarmúrinn í Berlín, 12. júní 1987.
Reagan og Gorbachev skrifa undir sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna, INF-sáttmálann(en), í Hvíta húsinu í Washington, 8. desember 1987.
Mælingar Gallup á vinsældum Reagan sem forseta, frá árinu 1981 til 1989.

Reaganbyltingin (e. The Reagan Revolution) er samheiti yfir þjóðfélagsþróun og samfélagsbreytingar í Bandaríkjunum, einkum á sviði efnahagsmála, sem tengja má við setu Ronald Reagan á forsetastóli. Breytingunum var ætlað að endurheimta horfin þjóðfélagsgildi og íhaldssöm fjölskylduviðmið, draga úr þjónustu og umfangi alríkisins, efla hinn frjálsa markað og auka hagvöxt og þjóðarframleiðslu; stækka kökuna. Að sumu leyti var Reaganbyltingin andsvar við þeirri samfélagslegu framþróun sem kenna má við Réttindabyltinguna (e. The Rights Revolution) og and-menningarhreyfinguna (e. counterculture) sem spratt upp á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar.[1][2][3][4]

Reaganbyltingin gekk að mörgu leyti upp og hafði varanleg áhrif, því umpólun (e. realigment) varð á landslagi stjórnmálanna á valdatíma Reagans í átt til íhaldssamra (e. conservative) samfélagsgilda, sérstaklega í málefnum innan Bandaríkjanna, en einnnig í stefnumörkun á alþjóðavettvangi. Talsverður efnahagsbati fylgdi valdasetu Reagans, sá mesti á friðartímum og hagvöxtur var að meðaltali um 3% á Reaganárunum. Sagnfræðingar hafa kallað tímabilið Reagantímann (e. Reagan Era), eða Reaganöldina (e. Age of Reagan).[5]

Reagantímabilið fylgdi í kjölfar fjögurra áratuga sem kennd eru við New Deal-hugmyndafræðina; stefnumótun og umbótaferli Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna 1933-1945, sem innleidd var vegna afleiðinga verðbréfahrunsins árið 1929 og Kreppunnar miklu á þriðja og fjórða áratugnum.[6]

  1. Presidency of Ronald Reagan
  2. Ronald Reagan
  3. Reagan Revolution
  4. Counterculture
  5. Reagan Era
  6. New Deal

Reaganbyltingin

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne