Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Afganistan

Afganistan
افغانستان
Afġānistān
Fáni Afganistan Skjaldarmerki Afganistan
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
لا إله إلا الله محمد رسول الله lā ʾilāha ʾillà l-Lāh, Muḥammadun rasūlu l-Lāh (arabíska)
Það er enginn guð nema Guð; Múhameð er spámaður Guðs
Þjóðsöngur:
دا د باتورانو کور
Dā də bātorāno kor
Staðsetning Afganistan
Höfuðborg Kabúl
Opinbert tungumál Dari og pastú
Stjórnarfar Íslamskt emírsdæmi; klerkaveldi[ath 1]

Æðsti leiðtogi Hibatullah Akhundzada
Forsætisráðherra Hasan Akhund
(starfandi)
Stofnun
 • Durraniveldið 1747 
 • Emírat 1823 
 • Breskt verndarríki 26. maí 1879 
 • Sjálfstæði 19. ágúst 1919 
 • Alþýðulýðveldi 28. apríl 1978 
 • Íslamskt ríki 28. apríl 1992 
 • Íslamskt emírat 7. september 1996 
 • Íslamskt lýðveldi 26. janúar 2004 
 • Íslamskt emírat 15. ágúst 2021 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
40. sæti
652.864 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
37. sæti
32.890.171
48/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 72,911 millj. dala (96. sæti)
 • Á mann 2.024 dalir (169. sæti)
VÞL (2019) 0.511 (169. sæti)
Gjaldmiðill Afgani (AFN)
Tímabelti UTC+4:30
Þjóðarlén .af
Landsnúmer +93
  1. Íslamska emírsdæmið ræður yfir landinu í reynd en nýtur ekki alþjóðlegrar viðurkenningar.

Afganistan (pastúnska/dari: افغانستان, Afġānistān) er landlukt land á mörkum Mið-Asíu og Suður-Asíu og er stundum talið til Mið-Austurlanda þar sem það liggur á írönsku hásléttunni. Afganistan á landamæri að Íran í vestri, Pakistan í suðri og austri, Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsíkistan í norðri og Kína í austasta hluta landsins. Hluti hins umdeilda Kasmírhéraðs, sem Indland og Pakistan gera tilkall til, er við landamæri Afganistan. Landið er yfir 650 þúsund ferkílómetrar að stærð og liggur á tveimur hásléttum sem Hindu Kush-fjallgarðurinn skilur í sundur. Íbúar eru rúmlega 30 milljónir og skiptast í nokkur þjóðarbrot; þau helstu eru Pastúnar, Tadsíkar, Hasarar og Úsbekar. Höfuðborg og stærsta borg landsins er Kabúl.

Saga mannabyggðar í Afganistan nær aftur til miðfornsteinaldar. Landið er staðsett á miðjum Silkiveginum sem tengir Miðausturlönd við aðra hluta Asíu. Sögulega hefur Afganistan verið byggt ólíkum menningarþjóðum á ólíkum tímum og hefur oft verið vettvangur herfara, þar á meðal frá Alexander mikla, Mauryum, Aröbum, Mongólum, Bretum, Sovétmönnum og Bandaríkjunum. Afganistan hefur verið kallað „grafreitur heimsveldanna“ þótt landið hafi raunar oft verið hernumið. Nokkur stórveldi hafa orðið til í Afganistan, þar á meðal Baktría, Kúsjanar, Ebódalar, Samanídar, Saffarídar, Gasnavídar, Guridveldið, Kaljiveldið, Mógúlveldið, Hotakveldið og Durraniveldið.[1]

Nútímaríkið Afganistan á rætur að rekja til Hotakveldisins og Durraniveldisins á 18. og 19. öld. Afganistan varð milliríki í „Spilinu mikla“ milli Breska Indlands og Rússaveldis. Landið hlaut sjálfstæði eftir Þriðja stríð Breta og Afgana 1919, og árið 1926 stofnaði Amanullah Khan konungsríki sem stóð í tæplega hálfa öld. Árið 1973 var konunginum steypt af stóli í herforingjauppreisn og lýðveldi stofnað. Eftir annað valdarán árið 1978 varð landið að sósíalísku alþýðulýðveldi sem átti þátt í að hrinda innrás Sovétmanna í Afganistan af stað. Á 9. áratugnum barðist Sovétherinn og bandamenn hans gegn uppreisnarmönnum sem nefndust mújahiddín eða „heilagir stríðsmenn“. Árið 1996 náði hópur íslamskra bókstafstrúarmanna, Talíbanar, völdum í landinu og komu á alræði sem stóð í fimm ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið árið 2001 og hröktu Talíbana frá völdum, en eftir 20 ára stríðsrekstur í landinu drógu Bandaríkjamenn herlið sitt til baka og sömdu við Talíbana um yfirtöku þeirra á ný.

Eftir áratuga óstjórn og stríðsrekstur býr Afganistan við útbreidda fátækt, vannæringu barna og hryðjuverkastarfsemi. Hagkerfi Afganistan er það 96. stærsta í heimi en landið er í neðstu sætum yfir verga landsframleiðslu á mann. Þrátt fyrir að búa yfir ríkulegum náttúruauðlindum er Afganistan eitt af vanþróuðustu löndum heims.

  1. Griffin, Luke (14 janúar 2002). „The Pre-Islamic Period“. Afghanistan Country Study. Illinois Institute of Technology. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 nóvember 2001. Sótt 14 október 2010.

Previous Page Next Page






Афӷанисҭан AB Afghanistan ACE Афгъанистан ADY Afghanistan AF Afghanistan ALS አፍጋኒስታን AM Afghanistan AMI Afganistán AN Afghanistan ANG अफगानिस्तान ANP

Responsive image

Responsive image