Afganistan | |
افغانستان Afġānistān | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: لا إله إلا الله محمد رسول الله lā ʾilāha ʾillà l-Lāh, Muḥammadun rasūlu l-Lāh (arabíska) Það er enginn guð nema Guð; Múhameð er spámaður Guðs | |
Þjóðsöngur: دا د باتورانو کور Dā də bātorāno kor | |
![]() | |
Höfuðborg | Kabúl |
Opinbert tungumál | Dari og pastú |
Stjórnarfar | Íslamskt emírsdæmi; klerkaveldi[ath 1]
|
Æðsti leiðtogi | Hibatullah Akhundzada |
Forsætisráðherra | Hasan Akhund (starfandi) |
Stofnun | |
• Durraniveldið | 1747 |
• Emírat | 1823 |
• Breskt verndarríki | 26. maí 1879 |
• Sjálfstæði | 19. ágúst 1919 |
• Alþýðulýðveldi | 28. apríl 1978 |
• Íslamskt ríki | 28. apríl 1992 |
• Íslamskt emírat | 7. september 1996 |
• Íslamskt lýðveldi | 26. janúar 2004 |
• Íslamskt emírat | 15. ágúst 2021 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
40. sæti 652.864 km² 0 |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
37. sæti 32.890.171 48/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2018 |
• Samtals | 72,911 millj. dala (96. sæti) |
• Á mann | 2.024 dalir (169. sæti) |
VÞL (2019) | ![]() |
Gjaldmiðill | Afgani (AFN) |
Tímabelti | UTC+4:30 |
Þjóðarlén | .af |
Landsnúmer | +93 |
|
Afganistan (pastúnska/dari: افغانستان, Afġānistān) er landlukt land á mörkum Mið-Asíu og Suður-Asíu og er stundum talið til Mið-Austurlanda þar sem það liggur á írönsku hásléttunni. Afganistan á landamæri að Íran í vestri, Pakistan í suðri og austri, Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsíkistan í norðri og Kína í austasta hluta landsins. Hluti hins umdeilda Kasmírhéraðs, sem Indland og Pakistan gera tilkall til, er við landamæri Afganistan. Landið er yfir 650 þúsund ferkílómetrar að stærð og liggur á tveimur hásléttum sem Hindu Kush-fjallgarðurinn skilur í sundur. Íbúar eru rúmlega 30 milljónir og skiptast í nokkur þjóðarbrot; þau helstu eru Pastúnar, Tadsíkar, Hasarar og Úsbekar. Höfuðborg og stærsta borg landsins er Kabúl.
Saga mannabyggðar í Afganistan nær aftur til miðfornsteinaldar. Landið er staðsett á miðjum Silkiveginum sem tengir Miðausturlönd við aðra hluta Asíu. Sögulega hefur Afganistan verið byggt ólíkum menningarþjóðum á ólíkum tímum og hefur oft verið vettvangur herfara, þar á meðal frá Alexander mikla, Mauryum, Aröbum, Mongólum, Bretum, Sovétmönnum og Bandaríkjunum. Afganistan hefur verið kallað „grafreitur heimsveldanna“ þótt landið hafi raunar oft verið hernumið. Nokkur stórveldi hafa orðið til í Afganistan, þar á meðal Baktría, Kúsjanar, Ebódalar, Samanídar, Saffarídar, Gasnavídar, Guridveldið, Kaljiveldið, Mógúlveldið, Hotakveldið og Durraniveldið.[1]
Nútímaríkið Afganistan á rætur að rekja til Hotakveldisins og Durraniveldisins á 18. og 19. öld. Afganistan varð milliríki í „Spilinu mikla“ milli Breska Indlands og Rússaveldis. Landið hlaut sjálfstæði eftir Þriðja stríð Breta og Afgana 1919, og árið 1926 stofnaði Amanullah Khan konungsríki sem stóð í tæplega hálfa öld. Árið 1973 var konunginum steypt af stóli í herforingjauppreisn og lýðveldi stofnað. Eftir annað valdarán árið 1978 varð landið að sósíalísku alþýðulýðveldi sem átti þátt í að hrinda innrás Sovétmanna í Afganistan af stað. Á 9. áratugnum barðist Sovétherinn og bandamenn hans gegn uppreisnarmönnum sem nefndust mújahiddín eða „heilagir stríðsmenn“. Árið 1996 náði hópur íslamskra bókstafstrúarmanna, Talíbanar, völdum í landinu og komu á alræði sem stóð í fimm ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið árið 2001 og hröktu Talíbana frá völdum, en eftir 20 ára stríðsrekstur í landinu drógu Bandaríkjamenn herlið sitt til baka og sömdu við Talíbana um yfirtöku þeirra á ný.
Eftir áratuga óstjórn og stríðsrekstur býr Afganistan við útbreidda fátækt, vannæringu barna og hryðjuverkastarfsemi. Hagkerfi Afganistan er það 96. stærsta í heimi en landið er í neðstu sætum yfir verga landsframleiðslu á mann. Þrátt fyrir að búa yfir ríkulegum náttúruauðlindum er Afganistan eitt af vanþróuðustu löndum heims.