Agrilus planipennis er græn skartbjalla ættuð frá norðaustur Asíu sem leggst á tegundir af eskiættkvísl. Kvendýrin verpa í sprungur í berkinum á eskitrjám, og lirfurnar nærast innri berki[2][3] og verða fullþroskuð á 1 til 2 árum.[4] Á náttúrulegu útbreiðslusvæði hennar, er hún dreifð og veldur ekki alvarlegum skaða á innfæddum trjám. Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis er hún ágeng tegund og veldur miklum skaða á innfæddum asktrjáum. Mikil vinna er nú lögð í að hafa stjórn á henni með eftirliti á útbreiðslu, hafa fjölbreytileika á tegundum, skordýraeitri og með lífrænum vörnum.[5]
Lirfa
Púpa tekin úr púpuhylkinu.
D-laga holur eftir fullvaxin skordýr.
Mynd tekin að ofan með vængi og vænghlífar útbreiddar.