Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Baruch Spinoza

Benedictus de Spinoza, Benedict Spinoza eða Baruch Spinoza
Benedictus de Spinoza
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. nóvember 1632 í Amsterdam í Hollandi
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 17. aldar
Skóli/hefðRökhyggja
Helstu ritverkGuðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata)
Helstu kenningarGuðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata)
Helstu viðfangsefnifrumspeki, þekkingarfræði, siðfræði

Baruch Spinoza eða Benedictus de Spinoza (24. nóvember 163221. febrúar 1677) var hollenskur heimspekingur. Hann var kallaður Baruch Spinoza af eldri meðlimum trúarsafnaðar síns og var þekktur sem Bento de Espinosa eða Bento d'Espiñoza í heimabæ sínum Amsterdam. Hann er talinn einn af merkustu rökhyggjuheimspekingum nýaldar. Rit hans bera vott um mikla þjálfun í stærðfræði. Spinoza var sjónglerjaslípari að atvinnu en á hans tíma voru það spennandi fræði vegna uppgötvana sem sjónaukar gerðu mögulegar. Heimspeki Spinoza hafði fyrst mikil áhrif eftir andlát hans og eftir að ritverk hans komu út að honum látnum.


Previous Page Next Page