Benedictus de Spinoza, Benedict Spinoza eða Baruch Spinoza | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. nóvember 1632 í Amsterdam í Hollandi |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 17. aldar |
Skóli/hefð | Rökhyggja |
Helstu ritverk | Guðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata) |
Helstu kenningar | Guðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata) |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði |
Baruch Spinoza eða Benedictus de Spinoza (24. nóvember 1632 – 21. febrúar 1677) var hollenskur heimspekingur. Hann var kallaður Baruch Spinoza af eldri meðlimum trúarsafnaðar síns og var þekktur sem Bento de Espinosa eða Bento d'Espiñoza í heimabæ sínum Amsterdam. Hann er talinn einn af merkustu rökhyggjuheimspekingum nýaldar. Rit hans bera vott um mikla þjálfun í stærðfræði. Spinoza var sjónglerjaslípari að atvinnu en á hans tíma voru það spennandi fræði vegna uppgötvana sem sjónaukar gerðu mögulegar. Heimspeki Spinoza hafði fyrst mikil áhrif eftir andlát hans og eftir að ritverk hans komu út að honum látnum.