Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Baugi

Baugi borar í bjargið, svo Óðinn komist inn. Myndin er úr íslensku handriti frá um 1800 (SÁM 66).

Baugi er jötunn í norrænni goðafræði sem Óðinn (undir dulnefninu Bölverkur) réði sig hjá sumarlangt til að fá drykk af skáldskaparmiðinum sem Suttungur bróðir Bauga átti.[1] Hafði Óðinn áður valdið dauða níu þræla fyrir Bauga, svo næg voru verkefnin.

Nafnið er talið þýða sá bogni eða sá skakki.[2] Það kemur annars hvergi fyrir nema í skáldskaparmálum og nafnaþulum.

Steinristur frá Gotlandi (Myndsteinarnir frá Stora Hammar) sem taldar eru sýna Óðin í arnarham, Gunnlöð með skáldskaparmjöðinn og Suttungur.
  1. Skáldskaparmál, 6 kafli
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.

Previous Page Next Page






بوغي (أسطورة) Arabic Baugi Catalan Bauge Danish Baugi German Baugi English Baugi Spanish Baugi EU Baugi French バウギ Japanese Baugi Dutch

Responsive image

Responsive image