Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Bertrand Russell

Bertrand Arthur William Russell
Bertrand Russell 1907
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. maí 1872
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðRaunhyggja, Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkPrincipia Mathematica, The Principles of Mathematics, The Problems of Philosophy, The Analysis of Mind, The Analysis of Matter, An Outline of Philosophy, An Inquiry into Meaning and Truth, A History of Western Philosophy, Human Knowledge: Its Scope and Limits
Helstu kenningarPrincipia Mathematica, The Principles of Mathematics, The Problems of Philosophy, The Analysis of Mind, The Analysis of Matter, An Outline of Philosophy, An Inquiry into Meaning and Truth, A History of Western Philosophy, Human Knowledge: Its Scope and Limits
Helstu viðfangsefnirökfræði, stærðfræði, heimspeki stærðfræðinnar, vísindaheimspeki, þekkingarfræði, málspeki, hugspeki, frumspeki, siðfræði
Undirskrift

Bertrand Arthur William Russell (18. maí 18722. febrúar 1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur, stærðfræðingur og rithöfundur, sem skrifaði um mjög fjölbreytileg efni. Í heimspeki og stærðfræði er hann þekktastur fyrir að skrifa ásamt A.N. Whitehead bókina Principia Mathematica, sem kom út í þremur bindum á árunum 1910 til 1913. Með verkinu hugðust þeir sýna fram á að hægt væri að leiða alla hreina stærðfræði út frá vissum rökfræðilegum frumsendum. Þeim tókst ekki ætlunarverkið en samt hefur verk þeirra reynst ákaflega áhrifaríkt. Russell er einnig mjög þekktur fyrir að uppgötva þversögnina, sem við hann er kennd: Russell-þversögnin (the Russell paradox).

Russell var einnig mikilvirkur höfundur bóka um samfélagsleg málefni, svo sem kvenréttindi og hjónaband, stjórnmál, stríð og stríðsvæðingu. Hann var friðarsinni og einarður andstæðingur kjarnorkuvopna. Honum voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1950.


Previous Page Next Page