Blek er vökvi sem inniheldur ýmis litarefni og er notað til að lita yfirborð til að framleiða mynd, texta eða hönnun. Það er notað til að draga eða skrifa með penna, bursta eða fjöður. Þykkari blek eru notuð í leturprentun og steinprentun.
Blek er flókin blanda sem getur innihaldið leysiefni, litarefni, trjákvoður, smurolíur, yfirborðsvirkt efni og önnur efni. Innihaldið ber margvíslegan tilgang og getur haft áhrif á útlit bleksins þegar það er þurrt.