Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Egyptaland

Arabalýðveldið Egyptaland
جمهوريّة مصرالعربيّة
Ǧumhuriyat Miṣr al-ˁArabiyah
Fáni Egyptalands Skjaldarmerki Egyptalands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Bilady, Bilady, Bilady
Staðsetning Egyptalands
Höfuðborg Kaíró
Opinbert tungumál Arabíska
Stjórnarfar Forsetaþingræði

Forseti Abd al-Fattah as-Sisi
Forsætisráðherra Mostafa Madbouly
Stofnun
 • Sameining um 3150 f.Kr. 
 • Varakonungdæmi 9. júlí 1805 
 • Sjálfstæði frá Bretlandi 28. febrúar 1922 
 • Byltingardagurinn 23. júlí 1952 
 • Lýðveldi 18. júní 1953 
 • Núverandi stjórnarskrá 18. janúar 2014 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
29. sæti
1.010.408 km²
0,632
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
15. sæti
101.478.581
100/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 1.391 millj. dala (20. sæti)
 • Á mann 14.023 dalir (92. sæti)
VÞL (2019) 0.707 (116. sæti)
Gjaldmiðill Egypskt pund
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .eg
Landsnúmer +20

Egyptaland (arabíska: مصر „Miṣr“ (framburður,Maṣr)) er land í Norður-Afríku. Austasti hluti landsins, Sínaískagi, er þó raunar í Asíu. Í norðri á landið strandlengju að Miðjarðarhafi og í austri að Rauðahafi, auk landamæra að Líbíu í vestri, Súdan í suðri og Ísrael í austri. Handan Akabaflóa í austri er Jórdanía og hinum megin við Rauðahaf er Sádi-Arabía. Eyjarnar Krít (Grikkland) og Kýpur liggja í norður frá strönd landsins.

Egyptaland á einna lengsta sögu af nokkru landi heims. Uppruni ríkisins er rakinn til Nílarósa milli 6. og 4. árþúsundsins f.o.t. Egyptaland hið forna telst ein af vöggum siðmenningar í mannkynssögunni. Þar þróaðist sérstök skrift auk landbúnaðar, borga, skipulagðra trúarbragða og ríkisvalds. Egyptaland er frægt fyrir mörg stórfengleg minnismerki frá fornöld, eins og píramídana í Gísa og Sfinxinn mikla, og fornar rústir á borð við Memfis, Þebu, hin miklu hof í Karnak og Dal konunganna. Þessi langa saga og ríkulegi menningararfur eru mikilvægur hluti af sjálfsmynd Egypta í dag, sem endurspeglar stöðu landsins á mótum Miðjarðarhafs, Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Egyptaland var og er enn mikilvæg miðstöð kristni en kristnir eru þar nú í minnihluta eftir að íslam tók við sem ríkjandi trúarbrögð á miðöldum.

Egyptaland nútímans rekur uppruna sinn til ársins 1922 þegar það fékk sjálfstæði frá Breska heimsveldinu og varð sjálfstætt konungsríki. Eftir byltingu árið 1952 var landið gert að lýðveldi og 1958 gekk það í ríkjasamband við Sýrland og varð hluti af Sameinaða arabíska lýðveldinu, sem var leyst upp árið 1961. Á síðari hluta 20. aldar gekk Egyptaland í gegnum mörg átakaskeið, háði nokkur stríð við Ísrael og hernam Gasaströndina við og við til 1967. Árið 1978 undirrituðu Egyptar Camp David-samkomulagið, drógu herlið sitt til baka og viðurkenndu Ísrael. Árið 2011 urðu uppþot í kjölfar Arabíska vorsins sem drógu athyglina að útbreiddri fátækt og vanþróuðum svæðum í landinu. Núverandi stjórn Egyptalands hefur verið lýst sem alræðisstjórn sem hefur skaðað orðspor landsins enn frekar í mannréttindamálum. Þrátt fyrir þessar áskoranir er Egyptaland álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi í Arabaheiminum.

Íslam er opinber trúarbrögð í Egyptalandi og arabíska er opinbert tungumál landsins.[1] Egyptaland er fjölmennasta ríki Norður-Afríku, Mið-Austurlanda og Arabaheimsins. Íbúar landsins eru taldir vera rúmlega 100 milljónir talsins (2020) og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði á bökkum Nílar en þar er eina ræktanlega landið.[2] Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum Kaíró, Alexandríu og aðrar stórborgir við Nílarósa. Sahara-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.

Egyptaland er þróunarland og situr í 116. sæti vísitölu um þróun lífsgæða. Það telst stórveldi í sínum heimshluta í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og múslimaheiminum og miðveldi á heimsvísu.[3] Efnahagslíf landsins er fjölbreytt og hagkerfi Egyptalands er það 2. stærsta í Afríku á eftir Nígeríu. Egyptaland er stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum, Samtökum hlutlausra ríkja, Arababandalaginu, Afríkusambandinu, Samtökum um íslamska samvinnu og Samráðsvettvangi æskunnar.

  1. „Constitution of The Arab Republic of Egypt 2014“ (PDF). sis.gov.eg. Afrit (PDF) af uppruna á 18. júlí 2015. Sótt 13. apríl 2017.
  2. „Arab Republic of Egypt - Central Agency for Public Mobilization And Statistics“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. september 2010. Sótt 11. febrúar 2011.
  3. „Lessons from/for BRICSAM about south–north Relations at the Start of the 21st Century: Economic Size Trumps All Else?“. International Studies Review. 9.

Previous Page Next Page






Мсыр AB Meusé ACE Мысыр ADY Egipte AF Ägypten ALS ግብፅ AM Egypt AMI Echipto AN Ægypt ANG Ijipiti ANN

Responsive image

Responsive image