Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Englar

Sjá greinina Engill fyrir goðsagnaverurnar.
Svæðið Angeln í Norður-Þýskalandi þaðan sem Englar komu.

Englar voru þjóðflokkur sem bjó á svæðinu Angeln í Slésvík-Holtsetalandi í Norður-Þýskalandi. Eftir að Rómverjar yfirgáfu Bretland tóku Englar og nokkrir aðrir þjóðflokkar, svo sem Jótar og Saxar, sig upp og námu þar land. Að sögn Beda prests, voru þeir friðsamir í fyrstu en lögðu svo landið undir sig með hervaldi. Í Englandi stofnuðu Englar konungsríkin Nord Angelnen (Norðymbraland), Ost Angelnen (Austur-Anglía) og Mittlere Angelnen (Mersía). Nafnið „England“ er dregið að nafni þjóðflokksins.

Normannar lögðu undir sig England árið 1066. Þeir kölluðu alla ættflokkana sem bjuggu þar Engilsaxa í höfuðið á Englum og Vestursöxum. Vestursaxar höfðu myndað öflugt ríki, konungsríkið England, á fyrri hluta 10. aldar.

Svæðin Austur-Anglía og Norðymbraland (e. Northumbria) eru enn í dag þekkt undir upprunalegum nöfnum sínum. Á víkingaöld náði Norðymbraland yfir mun stærra svæði en nú, þ.e. einnig yfir suðausturhluta Skotlands (allt til Edinborgar), og suður til árinnar Humber. Nafnið Norðymbraland merkir raunar „landið norðan Humbru“.

Orðið Englar hefur verið til í nokkrum myndum, elst er latneska orðið Anglii sem kemur fyrir í ritinu Germanía eftir Tacitus.

  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page






أنجل (شعب) Arabic انجل ARZ Anglos AST Anqllar AZ Англы BE Англи Bulgarian Angled BR Angles Catalan Anglové Czech Анкăлсем CV

Responsive image

Responsive image