Epli | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ýmsar eplasortir
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Malus domestica Borkh. |
Epli er aldinávöxtur eplatrésins (fræðiheiti: Malus domestica) sem er af rósaætt. Eplatré eru lauftré sem komu upprunalega frá Mið-Asíu. Trjátegundina Malus sieversii er enn í dag hægt að finna í fjallendum Mið-Asíu.
Til eru yfir 7.500 þekkt plöntuafbrigði af eplum. Epli er sá ávöxtur sem er hvað mest ræktaður í heiminum. Þau eru ýmist með gult, grænt eða rautt hýði eða þá að litur þeirra er blanda af þessum litum. Epli eru notuð í margvíslega matargerð, þau eru elduð, borðuð fersk og eplasafi og eplasíder eru vinsælir drykkir.
Epli koma fyrir í goðsögum og trúarbrögðum margra menningarheima.
Árið 2010 var erfðamengi eplisins ráðið sem varð til þess að framfarir urðu á sviði læknisfræði og sértækrar ræktunar epla. Það ár er áætlað að um 69 milljón tonn af eplum hafi verið ræktuð í heiminum og þar af hafi um helmingur verið ræktaður í Kína. Næst á eftir koma Bandaríkin með um 6% framleiðslunnar, því næst Tyrkland, Ítalía, Indland og loks Pólland.