Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Epli

Epli
Ýmsar eplasortir
Ýmsar eplasortir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Maloideae
Ættkvísl: Malus
Tegund:
M. domestica

Tvínefni
Malus domestica
Borkh.

Epli er aldinávöxtur eplatrésins (fræðiheiti: Malus domestica) sem er af rósaætt. Eplatré eru lauftré sem komu upprunalega frá Mið-Asíu. Trjátegundina Malus sieversii er enn í dag hægt að finna í fjallendum Mið-Asíu.

Til eru yfir 7.500 þekkt plöntuafbrigði af eplum. Epli er sá ávöxtur sem er hvað mest ræktaður í heiminum. Þau eru ýmist með gult, grænt eða rautt hýði eða þá að litur þeirra er blanda af þessum litum. Epli eru notuð í margvíslega matargerð, þau eru elduð, borðuð fersk og eplasafi og eplasíder eru vinsælir drykkir.

Epli koma fyrir í goðsögum og trúarbrögðum margra menningarheima.

Árið 2010 var erfðamengi eplisins ráðið sem varð til þess að framfarir urðu á sviði læknisfræði og sértækrar ræktunar epla. Það ár er áætlað að um 69 milljón tonn af eplum hafi verið ræktuð í heiminum og þar af hafi um helmingur verið ræktaður í Kína. Næst á eftir koma Bandaríkin með um 6% framleiðslunnar, því næst Tyrkland, Ítalía, Indland og loks Pólland.


Previous Page Next Page






Appel AF Apfel ALS ፖም AM Manzana AN Æppel ANG تفاح Arabic ܚܙܘܪܐ ARC تفاح ARY تفاح ARZ আপেল AS

Responsive image

Responsive image