![]() ![]() |
Árstíðir |
Tempraða beltið |
Vor • Sumar • Haust • Vetur |
Hitabeltið |
Þurrkatími • Regntími |
Óveður |
Stormur • Fellibylur Skýstrokkur • Öskubylur |
Úrkoma |
Þoka • Súld • Rigning Slydda • Haglél • Snjókoma |
Viðfangsefni |
Veðurfræði • Veðurspá Loftslag • Loftmengun Hnattræn hlýnun • Ósonlagið Veðurhvolfið |
Fellibylur (fellistormur eða felliveður) er sérlega kröpp lægð sem myndast í hitabeltinu og fær kraft sinn úr uppstreymi lofts í kringum stormaugað. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og skilar við það varmaorku sem nýtist við að knýja vindinn. Í öðrum heimshlutum eru ýmis orð notuð um fellibyl. Til dæmis nefnast fellibyljir austurlanda fjær týfónar. Fellibyljir valda oft mjög miklu tjóni.
Fellibyljum má skipta í fimm flokka eftir styrkleika:
Þrýstingur í auga | Vindhraði (hnútar) | Flóðbylgja | Tjón | |
---|---|---|---|---|
1 | yfir 980 mb | 74-95 | undir 1,5 m | lítið |
2 | 965-979 mb | 96-110 | 1,5 til 2,5 | allmikið |
3 | 945-964 mb | 111-130 | 2,5 til 3,5 | mikið |
4 | 920-944 mb | 131-155 | 3,5 til 5,5 | mjög mikið |
5 | undir 920 | yfir 155 | yfir 5,5 | fádæma mikið |