Friedrich Wilhelm Nietzsche | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. október 1844 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 19. aldar |
Skóli/hefð | Meginlandsheimspeki, undanfari tilvistarspekinnar |
Helstu ritverk | Mannlegt, allt of mannlegt, Svo mælti Zaraþústra, Handan góðs og ills, Um sifjafræði siðferðisins |
Helstu kenningar | Mannlegt, allt of mannlegt, Svo mælti Zaraþústra, Handan góðs og ills, Um sifjafræði siðferðisins |
Helstu viðfangsefni | siðfræði, sifjafræði siðferðisins, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði |
Friedrich Wilhelm Nietzsche (15. október 1844 – 25. ágúst 1900) var þýskur fornfræðingur, textafræðingur og heimspekingur. Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Ritverk Nietzsches einkennast af kraftmiklum stíl, skarpskyggni og hárfínni nálgun við viðfangsefnið. Nietzsche var ekki gefinn mikill gaumur meðan hann lifði en á síðari hluta 20. aldar hefur hann hlotið viðurkenningu sem mikilvægur hugsuður í nútímaheimspeki. Á 20. öld hafði hann mikil áhrif á tilvistarspeki, fyrirbærafræði, póststrúktúralisma og póstmódernísk viðhorf. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.
Sumar af meginkenningum hans eru að harmleikur sé játun lífsins, hugmyndin um eilífa endurkomu hins sama, höfnun á platonisma, kristni, jafnaðarhugsjónum 19. aldarinnar.