Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Galileo Galilei

Vísindaheimspeki
16. öld
Galileo eftir Ottavio Leoni
Nafn: Galíleó Galílei
Fæddur: 15. febrúar 1564
Látinn 8. janúar 1642 (77 ára)

Galileo Galilei (15. febrúar 15648. janúar 1642) var ítalskur stærðfræðingur, stjarnfræðingur og eðlisfræðingur. Hann var upphafsmaður þess að samhæfa kenningu og tilraunir í eðlisfræði. Hann leiddi út lögmálið um jafna hröðun fallandi hlutar, s = (1/2)at² og sannreyndi það með tilraunum. Einnig leiddi hann út fleygbogaferil hlutar á flugi í þyngdarsviði. Hann endurbætti sjónaukann og gerði fyrstur manna merkar og framúrskarandi athuganir með sjónauka á stjarnfræðilegum fyrirbærum. Seinna á ævi hans olli stuðningur hans við kenningar Kópernikusar um það að reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina árekstri við kirkjuna og sat hann í stofufangelsi vegna þessara kenninga sinna. Hann hefur alla tíð verið gífurlega mikils metinn fræðimaður og sést það best á því að hann hefur verið nefndur „faðir nútíma stjarnfræði“, „faðir nútíma eðlisfræði“ og „faðir vísindanna“.


Previous Page Next Page