Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Gesta Danorum

Gesta Danorum-handrit frá um 1200 með eigin hendi Saxa.

Gesta Danorum (latína afrek Dana) er rit um sögu Danmerkur eftir Saxo Grammaticus (Saxa málspaka), ritað á latínu um aldamótin 1200, að beiðni Absalons erkibiskups. Hún skiptist í tvo hluta: bækur 1-9 sem fjalla um fornaldarsögu (sbr. Fornaldarsögur Norðurlanda) og endar á Gormi gamla, sem talinn er fyrsti eiginlegi konungur Danmerkur. Bækur 10-16 fjalla svo um röð Danakonunga frá Gormi og lýkur með sigri Knúts VI á Vindum árið 1186. Stærsti einstaki hluti verksins er bók 14 sem er nærri einn fjórði hluti þess og fjallar um valdatíð Valdimars Knútssonar (Valdimars I) og fyrstu valdaár Knúts VI.


Previous Page Next Page