Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Heimspeki

Wikipedia
Wikipedia
Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin

Heimspeki kallast sú iðja mannsins að fást við grundvallarspurningar um veruleikann, tilvist og stöðu hans í alheiminum.[1] Þeir sem fást við heimspeki kallast heimspekingar og reyna þeir meðal annars að skýra inntak og tengsl hugtaka og fyrirbæra á borð við sannleika, merkingu og tilvísun, skilning, þekkingu, skoðun, vísindi, skýringu, lögmál, tegund, samsemd, eðli, eiginleika, orsök, rök, vensl, nauðsyn, möguleika, lög, gildi, rétt, rangt, gott, illt, hamingju, dygð, skyldu, athöfn, atburð, réttlæti, réttindi, frelsi, vináttu, ást, fegurð, list og svona mætti lengi áfram telja. En heimspekin er ekki hvaða glíma sem er við þessar spurningar sem á okkur leita, heldur er hún fyrst og fremst tilraun til að fást við þessar spurningar af einurð og heilindum. Hún er ekki einber opinberun einhverrar skoðunar, heldur er hún ætíð rökstudd, jafnvel þótt stundum séu rökin ósögð og undanskilin og þau verði að lesa á milli línanna.

Við þetta má bæta að heimspeki er ekki bara samansafn spurninga sem raunvísindin eiga eftir að svara, því túlkun á niðurstöðum vísindanna getur beinlínis oltið á heimspekilegri afstöðu sem liggur tilraunum og túlkun þeirra til grundvallar. Þess vegna geta vísindin einfaldlega ekki svarað öllum spurningum heimspekinnar án þess að gefa sér svörin. Á hinn bóginn mætti segja að heimspekin sé sjálf ákveðin grein eða ákveðinn þáttur vísindanna eða framhald þeirra; hún hefur sjálf eitthvað fram að færa til heildarmyndar okkar af sjálfum okkur og heiminum, lífinu og tilverunni.

Heimspekilegar bókmenntir einkennast öðru fremur af röksemdafærslum, sem eru notaðar til að setja fram kenningar um viðfangsefni heimspekinnar. Þessar röksemdafærslur fela yfirleitt í sér hugleiðingar um andstæð eða gagnstæð viðhorf og meinta galla á þeim.

Upphaflega náði hugtakið heimspeki yfir mun víðara svið viðfangsefna en það gerir í dag. Til dæmis veltu forverar Sókratesar fyrir sér spurningum um uppruna og myndun alheimsins, eðli efnisheimsins og uppruna tegundanna. Þessar vangaveltur urðu að endingu að grunni náttúruvísindanna, sem nefndust áður „náttúruheimspeki“ eða „náttúruspeki“.

Með tilkomu háskólanna tók heimspekin á sig mynd fræðigreinar en frá og með 20. öld hefur hún einkum þrifist innan veggja háskólanna.

Óformlega getur orðið „heimspeki“ vísað til almennrar heimsmyndar eða tiltekinnar siðferðissannfæringar eða skoðunar.

  1. Sbr. Pál Skúlason, „Heimspeki er glíma fræðilegrar hugsunar við gátur veruleikans.“ Í skjóli heimspekinnar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1995). Sjá einnig Hauk Má Helgason. „Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?“. Vísindavefurinn 10.10.2000. http://visindavefur.is/?id=984. (Skoðað 22.7.2011).

Previous Page Next Page






Kalam ACE Filosofie AF Philosophie ALS ፍልስፍና AM Filosofía AN Ūðwitegung ANG दर्शन ANP فلسفة Arabic لفلسفة ARY فلسفه ARZ

Responsive image

Responsive image