Himnusz, einnig þekktur sem Isten áld meg a' Magyart (eftir fyrstu ljóðlínunni), er þjóðsöngur Ungverjalands. Hann var tekinn í notkun árið 1844, og er fyrsta erindið sungið við opinberar athafnir. Textann samdi Ferenc Kölcsey, en lagið Ferenc Erkel.