Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Jan Mayen

Jan Mayen er líka nafn á íslenskri hljómsveit.
Staðsetning Jan Mayen sýnd á korti.
Hæðarkort.
Beerenberg á Jan Mayen

Jan Mayen er norsk eldvirk eyja í Norður-Íshafi, um 550 km norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 km² að flatarmáli, 53,6 km löng, með strandlengju upp á 124 km og breidd hennar er á bilinu 2,5 – 15,8 km. Jan Mayen teygir sig frá suðvestri til norðausturs og á norðausturhluta eyjarinnar er hið risavaxna eldfjall Beerenberg sem er 2277 m hátt. Jan Mayen teygir sig frá 70°50'N og 9°03'W í suðri til 71°10'N og 7°57'W í norður.

Eyjan er á heitum reit og hafa eldgos verið tíð í Beerenberg síðustu aldir, það síðasta árið 1985. Þar áður urðu eldgos árin 1973 og 1970. Allt voru þetta tiltölulega lítil sprungugos í hlíðum fjallsins. Sögulegar heimildir eru til um gos árin 1732, 1818 og 1851.

Aðeins einn bær er á eynni, Olonkinbyen og búa þar 18 íbúar. Eyjunni er stjórnað af norska fylkinu Nordland.


Previous Page Next Page






Jan Mayen ACE Jan Mayen AF Ian Magen ANG يان ماين Arabic يان ماين ARZ Jan Mayen AST Yan Mayen AZ Ян-Маен BE Ян Маен BE-X-OLD Ян Майен Bulgarian

Responsive image

Responsive image