Justin Trudeau | |
---|---|
Forsætisráðherra Kanada | |
Núverandi | |
Tók við embætti 4. nóvember 2015 | |
Þjóðhöfðingi | Elísabet 2. Karl 3. |
Landstjóri | David Johnston Julie Payette Mary Simon |
Forveri | Stephen Harper |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. desember 1971 Ottawa, Kanada |
Þjóðerni | Kanadískur |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Maki | Sophie Grégoire (g. 2005; sk. 2023) |
Börn | 3 |
Foreldrar | Pierre Trudeau og Margaret Sinclair |
Bústaður | Rideau Cottage, Ottawa, Ontario, Kanada |
Háskóli | McGill-háskóli Háskólinn í bresku Kólumbíu Háskólinn í Montréal |
Starf | Kennari, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Justin Trudeau (f. 25. desember 1971) er kanadískur stjórnmálamaður sem að hefur verið forsætisráðherra Kanada síðan árið 2015 fyrir Frjálslynda flokkinn. Hann hefur verið formaður Frjálslynda flokksins síðan 2013 og vann þingkosningarnar 2015, 2019 og 2021. Hann er elsti sonur fyrrum forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau.
Trudeau mældist mjög vinsæll bæði í Kanada og víðsvegar um heiminn í upphafi forsætisráðherraferils síns. Margir litu svo á að hann hafi setti Kanada á kortið hvað varðar stjórnmál og viðskipti. Vinsældir hans heima fyrir höfðu hins vegar dalað verulega undir lok stjórnartíðar hans.[1]