Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Kanada

Kanada
Canada
Fáni Kanada Skjaldarmerki Kanada
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
A Mari Usque Ad Mare (latína)
Frá hafi til hafs
Þjóðsöngur:
O Canada
Staðsetning Kanada
Höfuðborg Ottawa
Opinbert tungumál enska og franska
Stjórnarfar Sambandsríki með þingbundna konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Forsætisráðherra Justin Trudeau
Landstjóri Mary Simon
Sjálfstæði frá Bretlandi
 • Bresku Norður-Ameríkulögin 1. júlí 1867 
 • Westminsterlögin 11. desember 1931 
 • Kanadalögin 17. apríl 1982 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
2. sæti
9.984.670 km²
11,76
Mannfjöldi
 • Samtals (2023)
 • Þéttleiki byggðar
37. sæti
40.000.000
3,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 1.979 millj. dala (15. sæti)
 • Á mann 51.713 dalir (20. sæti)
VÞL (2019) 0.929 (16. sæti)
Gjaldmiðill dalur
Tímabelti UTC−3,5 til −8
Þjóðarlén .ca
Landsnúmer ++1

Kanada er annað stærsta land í heimi að flatarmáli (aðeins Rússland er stærra) og nær yfir nyrðri hluta Norður-Ameríku, frá Kyrrahafi í vestri til Atlantshafs í austri og að Norður-Íshafinu í norðri. Í suðri og vestri á Kanada 8.891 km löng landamæri að Bandaríkjunum sem eru lengstu landamæri tveggja landa í heiminum. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver.

Ýmsar frumbyggjaþjóðir hafa búið þar sem Kanada er nú í þúsundir ára. Á 16. öld hófu Bretar og Frakkar landkönnun og síðar landnám á austurströndinni. Eftir fjölmargar styrjaldir gaf Frakkland eftir nær allar nýlendur sínar í Norður-Ameríku árið 1763. Kanada var stofnað með Bresku Norður-Ameríkulögunum frá 1867 þegar þrjár nýlendur í Bresku Norður-Ameríku voru sameinaðar sem Sjálfstjórnarsvæðið Kanada. Eftir þetta hófust breytingar og skiptingar landsvæða undir breskri stjórn jafnframt þróun í átt til aukins sjálfstæðis. Aukið sjálfræði varð til þegar Westminster-lögin 1931 voru samþykkt og landið varð að fullu sjálfstætt með Kanadalögunum 1982 þar sem síðustu leifunum af yfirráðum breska þingsins var eytt úr Stjórnarskrá Kanada.

Í Kanada er þingræði og þingbundin konungsstjórn. Stjórnkerfi landsins byggist á Westminster-kerfinu. Forsætisráðherra Kanada er stjórnarleiðtogi en Bretakonungur, Karl 3., er þjóðhöfðingi landsins. Kanada er samveldisland og tvö alríkistungumál, enska og franska, eru í landinu. Landið situr hátt á listum yfir gagnsæi, borgaraleg réttindi, lífsgæði, viðskiptafrelsi og menntun. Það er fjölmenningarsamfélag sem varð til við aðflutning fólks frá mörgum löndum. Samband Kanada við Bandaríkin hefur haft mikil áhrif á efnahag þess og menningu.

Kanada er þróað ríki sem er í 20. sæti lista yfir lönd eftir vergri landsframleiðslu á mann og 16. sæti á vísitölu um þróun lífsgæða. Hagkerfi landsins er það tíunda stærsta í heimi og byggist aðallega á ríkulegum náttúruauðlindum og víðtækum alþjóðlegum viðskiptatengslum. Kanada á aðild að fjölmörgum alþjóðastofnunum og samtökum eins og Sameinuðu þjóðunum, NATO, Sjö helstu iðnríkjum heims, Tíu helstu iðnríkjum heims, G20, USMCA, Breska samveldinu, Samtökum frönskumælandi ríkja, Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna og Samtökum Ameríkuríkja.


Previous Page Next Page






Канада AB Kanada ACE Канадэ ADY Kanada AF Kanada ALS ካናዳ AM Kanata AMI Canadá AN Canada ANG कनाडा ANP

Responsive image

Responsive image