Sir Keir Starmer | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 5. júlí 2024 | |
Þjóðhöfðingi | Karl 3. |
Forveri | Rishi Sunak |
Leiðtogi breska Verkamannaflokksins | |
Núverandi | |
Tók við embætti 4. apríl 2020 | |
Forveri | Jeremy Corbyn |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. september 1962 Southwark, London, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Verkamannaflokkurinn |
Maki | Victoria Alexander (g. 2007) |
Börn | 2 |
Bústaður | Downingstræti 10 |
Háskóli | Háskólinn í Leeds St Edmund Hall, Oxford |
Undirskrift |
Sir Keir Rodney Starmer (f. 2. september 1962) er breskur stjórnmálamaður sem hefur verið forsætisráðherra Bretlands frá 2024. Hann hefur verið leiðtogi Verkamannaflokksins frá 2020.
Hann tók við formannsembættinu í Verkamannaflokkinum af Jeremy Corbyn árið 2020 eftir að Verkamannaflokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið áður. Starmer vann áður sem saksóknari hjá embætti breska ríkissaksóknarans.[1] Starmer hefur verið lýst sem málsvara „mjúka vinstrisins“ innan Verkamannaflokksins en hann hefur þó lýst yfir vilja til að halda í róttækni síðustu ára.[2] Í þingkosningunum 2024 vann Verkamannaflokkurinn stórsigur og varð Keir því að forsætisráðherra þann 5. júlí 2024.
<ref>
tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið kjarninn