Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Labrador

Kort sem sýnir Labrador.

Labrador er landsvæði á norðausturströnd Kanada og meginlandshluti kanadíska héraðsins Nýfundnaland og Labrador. Labrador er 71% af landsvæði héraðsins, en aðeins 6% íbúa búa þar. Labrador nær yfir austurhluta Labradorskaga. Norðaustan við strönd Labrador er Labradorhaf, en Grænland liggur norðan við það. Að sunnan skilur Belle Isle-sund milli Labrador og Nýfundnalands. Labrador og Nunavut mætast á Killiniq-eyju í Gray-sundi milli Labradorhafs og Ungava-flóa. Annars liggur Labrador að héraðinu Quebec í vestri og suðri.

Meðal frumbyggja Labrador eru Inúítar, Métisar og Innúar.

Landsvæðið heitir eftir Joao Fernandes Lavrador (1453 - 1505) sem skoðaði þetta svæði 1498.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page






لابرادور Arabic Labrador BR Labrador Catalan Labrador (oblast) Czech Labrador CY Labrador (region) Danish Labrador (Kanada) German Labrador English Labradoro EO Labrador (región) Spanish

Responsive image

Responsive image