Lundi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Lundi (Fratercula arctica)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Fratercula arctica (Linnaeus, 1758) |
Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt, og af ættkvísl lunda. Hann gengur undir ýmsum gæluheitum og er stundum kallaður „litli munkur í norðri“ eða „litli bróðir í norðri“. Algengt er að lundinn sé kallaður prófastur sökum útlits og hátta. Lundaunginn er kallaður kofa en í Vestmannaeyjum gengur hann undir heitinu lundapysja[1]. Lundinn er algengastur við strendur Íslands og er talið að 60% af öllum stofninum verpi við Ísland[2]. Fuglinn verpir í stórum þyrpingum í holur sem þeir grafa í jarðveginn. Svartfuglum á norðurhveli jarðar svipar nokkuð til mörgæsa á suðurhveli, að líkamsbyggingu og litasamsetningu. Þrjár lundategundir eru til í heiminum. Lundi er sú tegund sem lifir hér við land[3].