Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Lundi

Lundi
Lundi (Fratercula arctica)
Lundi (Fratercula arctica)

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Svartfuglar (Alcidae)
Ættkvísl: Lundar (Fratercula)
Tegund:
F. arctica

Tvínefni
Fratercula arctica
(Linnaeus, 1758)
Fratercula arctica arctica

Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt, og af ættkvísl lunda. Hann gengur undir ýmsum gæluheitum og er stundum kallaður „litli munkur í norðri“ eða „litli bróðir í norðri“. Algengt er að lundinn sé kallaður prófastur sökum útlits og hátta. Lundaunginn er kallaður kofa en í Vestmannaeyjum gengur hann undir heitinu lundapysja[1]. Lundinn er algengastur við strendur Íslands og er talið að 60% af öllum stofninum verpi við Ísland[2]. Fuglinn verpir í stórum þyrpingum í holur sem þeir grafa í jarðveginn. Svartfuglum á norðurhveli jarðar svipar nokkuð til mörgæsa á suðurhveli, að líkamsbyggingu og litasamsetningu. Þrjár lundategundir eru til í heiminum. Lundi er sú tegund sem lifir hér við land[3].


Previous Page Next Page