City of Manchester | |
---|---|
Viðurnefni: „Capital of the North“, „Cottonopolis“, „Second city“, „Warehouse City“ | |
Kjörorð: Concilio Et Labore (latneska: Viska og áreynsla) | |
Land | England |
Svæði | Norðvestur-England |
Sýsla | Greater Manchester |
Stofnun | 1. öld |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Abid Latif Chohan |
Flatarmál | |
• Samtals | 115,65 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 38 m |
Mannfjöldi (2006) | |
• Samtals | 503.127 (2.011) |
• Þéttleiki | 3.815/km2 |
Póstnúmer | M |
Svæðisnúmer | 0161 |
Tímabelti | GMT |
Vefsíða | www.manchester.gov.uk |
Manchester er borg í norðvesturhluta Englands. Íbúafjöldi er 503 þúsund en yfir tvær milljónir búa á stórborgarsvæðinu. Bærinn myndaðist á tímum Rómverja, en hann breyttist fyrst í stórborg með iðnbyltingunni þegar svæðið varð miðstöð baðmullarvinnslu og vefnaðariðnaðar. Bridgewater-skurðurinn, sem er fyrsti eiginlegi skipaskurðurinn í Bretlandi, var opnaður 1761 til að flytja kol úr kolanámum við Worsley til Manchester. Fyrsta járnbrautin fyrir farþegalestir í heiminum var lögð frá Manchester til Liverpool og opnaði 1830.