Marxismi er hugmyndafræði sem tekur yfir stjórnmál, heimspeki, söguspeki, hagfræði og fleiri svið og fræðigreinar. Fræðikenningin er kennd við Karl Marx (1818 - 1883), sem setti hana fram sem nokkuð heillega kenningu ásamt vini sínum og samstarfsmanni Friedrich Engels (1820 - 1895) á nítjándu öld. Rætur marxismans eru nokkrar, og greinar hans sömuleiðis.