Menning er sú heild þekkingar samfélags svo sem trú, siðir, saga og tungumál. Margar mismunandi skilgreiningar eru til á menningu. Menning hefur einnig verið skilgreind sem „lífsmynstur heilla samfélaga“[1]. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur einnig lagt til að menning sé skilgreind sem:
„... samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast til menningar, en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir.“[2]