60°08′31″N 45°14′36″V / 60.14194°N 45.24333°V Nanortalik er tíunda stærsta þorp á Grænlandi, á eyju sem einnig er nefnd Nanortalik, um 100 kílómetrum norðvestan við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Nafnið Nanortalik þýðir "ísbjarnarstaður".
Nanortalik er hluti af sveitarfélaginu Kujalleq á suðurhorni Grænlands. Íbúar bæjarins voru um 1.300 (2013) en ásamt öðrum byggðum í grendinni voru íbúarnir 2.389. Flestir þeirra búa í Narsarmijit, Alluitsup Paa, Tasiusaq, Aappilattoq og Ammassivik.
Aðalatvinnugreinar eru smábátaútgerð, sela- og svartfuglaveiði og ferðaþjónusta. Gullnáma var opnuð fyrir fáeinum árum um 30 km norðan við aðalþorpið. Um nokkurra áratuga skeið var einnig rekinn grafítnáma í nágrenni þorpsins en hún er nú lokuð.