Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Noregur

Konungsríkið Noregur
Kongeriket Norge (norskt bókmál)
Kongeriket Noreg (nýnorska)
Fáni Noregs Skjaldarmerki Noregs
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Ja, vi elsker dette landet
Staðsetning Noregs
Höfuðborg Osló
Opinbert tungumál norska, samíska í nokkrum sjálfstjórnarumdæmum
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Haraldur 5.
Forsætisráðherra Jonas Gahr Støre
Sjálfstæði
 • stofnun 872 
 • Kalmarsambandið 1397 
 • stjórnarskrá 17. maí 1814 
 • sambandsslit við Svíþjóð 7. júní 1905 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
67. sæti
385.207[1] km²
6
Mannfjöldi
 • Samtals (2024)
 • Þéttleiki byggðar
120. sæti
5.550.203[2]
14,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 350 millj. dala (49. sæti)
 • Á mann 64.856 dalir (6. sæti)
VÞL (2022) 0.966[3] (2. sæti)
Gjaldmiðill Norsk króna (kr) (NOK)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Ekið er hægri megin
Þjóðarlén .no
Landsnúmer +47

Noregur (norska: Norge) er land sem nær yfir vestur- og norðurhluta Skandinavíu í Norður-Evrópu. Noregur fer líka með stjórn fjarlægu eyjanna Jan Mayen og Svalbarða. Auk þess er Bouvet-eyja í Suður-Atlantshafi norsk hjálenda. Noregur gerir tilkall til tveggja landsvæða á Suðurskautslandinu: Eyju Péturs 1. og Matthildarlands. Noregur á landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi, og er eitt Norðurlandanna. Sunnan við Noreg skilur Skagerrak landið frá Danmörku. Noregur á mjög langa strandlengju að Atlantshafi og Barentshafi.

Í Noregi búa 5,5 milljónir (2024). Höfuðborg landsins er Ósló. Haraldur 5. af Lukkuborgarætt er konungur Noregs og Jonas Gahr Støre hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá 2021. Noregur er einingarríki með þingbundna konungsstjórn þar sem ríkisvaldið skiptist milli dómsvalds, norska stórþingsins og ríkisstjórnar Noregs, samkvæmt stjórnarskrá Noregs frá 1814. Norska konungsríkið var stofnað 872 þegar mörg smákonungsdæmi runnu saman. Frá 1537 til 1814 var Noregur hluti af Danaveldi og frá 1814 til 1905 var landið í konungssambandi við Svíþjóð. Noregur var hlutlaus í fyrri heimsstyrjöld, en í síðari heimsstyrjöld hernámu Þjóðverjar landið til stríðsloka.

Staðbundin stjórnvöld í Noregi eru á tveimur stjórnsýslustigum: fylki og sveitarfélög. Samar njóta sjálfsákvörðunarréttar og áhrifa á stjórn hefðbundinna landsvæða sinna í gegnum Samaþingið og Finnmerkurlögin. Noregur á í nánu samstarfi við Evrópusambandið og Bandaríkin og er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Noregur er stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum, NATO, Evrópuráðinu, Alþjóðaviðskiptastofnuninni og OECD. Noregur er hluti af Schengen-svæðinu. Norska er norrænt mál sem líkist dönsku og sænsku.

Noregur býr við norrænt velferðarkerfi sem byggist á jafnaðarhugsjónum. Norska ríkið á stóra eignarhluti í lykilgeirum eins og olíu- og gasvinnslu, námum, timburframleiðslu, útgerð og ferskvatnsframleiðslu. Um fjórðungur af vergri landsframleiðslu landsins kemur úr olíuiðnaðinum. Miðað við höfðatölu er Noregur stærsti framleiðandi olíu og jarðgass utan Mið-Austurlanda. Tekjur á mann eru þær fjórðu hæstu í heimi miðað við lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans. Norski olíusjóðurinn er stærsti þjóðarsjóður heims, metinn á 1,3 billjón dali.

  1. „Arealstatistics for Norway 2019“. Kartverket, mapping directory for Norway. 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2019. Sótt 23. mars 2019.
  2. „Population, 2024-01-01“ (enska). Statistics Norway. 21. febrúar 2024. Sótt 25. febrúar 2024.
  3. Tilvísunar villa: Villa í <ref> tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið UNDP2023

Previous Page Next Page






Норвегиа AB Norwègia ACE Норвегие ADY Noorweë AF Norwegen ALS ኖርዌይ AM Norway AMI Noruega AN Norþweg ANG Nọwè ANN

Responsive image

Responsive image