Íslamska lýðveldið Pakistan | |
اسلامی جمہوریۂ پاکستا islāmī jamhūriya-i-pākistān | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: īmān, ittihād, nazm (úrdú) Trú, samstaða, ögun | |
Þjóðsöngur: Pak sarzamin shad bad (Blessað veri hið helga land) | |
![]() | |
Höfuðborg | Islamabad |
Opinbert tungumál | úrdú og enska |
Stjórnarfar | Sambandslýðveldi
|
Forseti | Asif Ali Zardari |
Forsætisráðherra | Shehbaz Sharif |
Sjálfstæði | |
• frá Bretlandi | 14. ágúst 1947 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
33. sæti 881.913 km² 2,86% |
Mannfjöldi • Samtals (2021) • Þéttleiki byggðar |
5. sæti 225.199.937 244,4/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2021 |
• Samtals | 1.110 millj. dala (26. sæti) |
• Á mann | 5.839 dalir (139. sæti) |
VÞL (2019) | ![]() |
Gjaldmiðill | pakistönsk rúpía |
Tímabelti | UTC+5 |
Þjóðarlén | .pk |
Landsnúmer | +92 |
Íslamska lýðveldið Pakistan (úrdú: اسلامی جمہوریۂ پاکستان islāmī jamhūriya i pākistān) er land í Suður-Asíu. Það er sjötta fjölmennasta ríki heims og næstfjölmennasta ríki heims þar sem flestir íbúar eru múslimar. Landið liggur að Indlandshafi í suðri, Íran í vestri, Afganistan í norðvestri, Kína í norðri og Indlandi í austri. Landið liggur á mörkum þriggja heimshluta: Vestur-Asíu, Mið-Asíu og Suður-Asíu. Landið á strönd að Arabíuhafi og Ómanflóa í suðri. Hin mjóa Vakhanræma, sem tilheyrir Afganistan, skilur á milli Pakistan og Tadsíkistan.
Indusdalsmenningin náði yfir hluta þess svæðis sem Pakistan telur í fornöld. Landið hefur sögulega verið hluti af ýmsum stórum ríkjum eins og Persaveldi, Mógúlveldinu og Breska heimsveldinu. Þegar barátta hófst fyrir sjálfstæði Breska Indlands barðist Pakistanhreyfingin undir stjórn Muhammad Ali Jinnah fyrir því að norðvestur- og austurhéruðin, þar sem meirihluti íbúa var múslimar, yrðu sérstakt ríki. Austurhéruðin mynduðu Austur-Pakistan þar til þau fengu sjálfstæði sem Bangladess árið 1971 eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu. Saga Pakistan hefur einkennst af pólitískum óstöðugleika og átökum við Indland yfir umdeildum svæðum í og við norðausturhluta landsins.
Pakistan er sambandslýðveldi myndað úr fjórum fylkjum og fjórum alríkishéruðum. Landið er menningarlega fjölbreytt og þar eru töluð yfir sextíu tungumál. Þrír fjórðu íbúa tala úrdú sem er eitt af tveimur opinberum tungumálum landsins. Pakistan er eina múslimaríki heims sem býr yfir kjarnorkuvopnum. Landið er aðili að Breska samveldinu.