Platon | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 427 f.Kr. |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Fornaldarheimspeki |
Skóli/hefð | Platonismi |
Helstu ritverk | Málsvörn Sókratesar; Evþýfrón; Prótagóras; Gorgías; Menon; Fædon; Ríkið; Fædros; Samdrykkjan; Kratýlos; Parmenídes; Þeætetos; Fræðarinn; Stjórnspekingurinn; Tímajos; Fílebos; Lögin |
Helstu kenningar | Málsvörn Sókratesar; Evþýfrón; Prótagóras; Gorgías; Menon; Fædon; Ríkið; Fædros; Samdrykkjan; Kratýlos; Parmenídes; Þeætetos; Fræðarinn; Stjórnspekingurinn; Tímajos; Fílebos; Lögin |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði, stjórnspeki, réttlæti, menntun, bókmenntir |
Platon (einnig ritað Platón eða Plató (úr latínu Plato); forngríska: Πλάτων, Plátōn) (um 427 f.Kr. – 347 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður sögunnar.[1] Hann var nemandi Sókratesar og kennari Aristótelesar, rithöfundur og stofnandi Akademíunnar í Aþenu. Í löndum þar sem töluð er arabíska, tyrkneska, írönsk mál, eða úrdú er hann nefndur Eflatun, sem þýðir uppspretta vatns og, í yfirfærðri merkingu, þekkingar.