Rupert Murdoch | |
---|---|
Fæddur | 11. mars 1931 |
Þjóðerni | Ástralskur (til 1985) Bandarískur (frá 1985) |
Menntun | Worcester College, Oxford (BA) |
Störf | Fjölmiðlamaður |
Maki | Patricia Booker (g. 1956; sk. 1967) Anna Maria Torv (g. 1967; sk. 1999) Wendi Deng (g. 1999; sk. 2013) Jerry Hall (g. 2016; sk. 2022) |
Börn | 6 |
Keith Rupert Murdoch (f. 11. mars 1931) er bandarískur viðskipta- og fjölmiðlajöfur af áströlskum uppruna. Hann er eigandi fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation og í gegnum hana á hann fjölda dagblaða og fréttamiðla um allan heim, meðal annars The Sun og The Times í Bretlandi, The Daily Telegraph, Herald Sun og The Australian í Ástralíu og The Wall Street Journal og The New York Post í Bandaríkjunum. Vegna eignarhalds síns í svo stórum hluta enskumælandi fjölmiðla í þessum löndum er Murdoch gjarnan talinn njóta verulegra áhrifa í bandarískum, breskum og áströlskum stjórnmálum.