Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Sannleikur

Verkið Sannleikur eftir Frakkann Jules Joseph Lefebvre

Sannleikur eða sannleiki er heimspekilegt hugtak, sem gegnir mikilvægu hlutverki í málspeki og þekkingarfræði, en er auk þess hluti af hversdagslegum orðaforða okkar og er eitt mesta grundvallarhugtak sem við búum yfir.[1]

Walter Seymour Allward, Veritas, 1920

Þegar einhver er sammála fullyrðingu, segir hann að hún sé „sönn“. Þekkingarfræði, sem fjallar um eðli og uppsprettu þekkingar, leitar lausna á fjölmörgum heimspekilegum gátum um „sannleika“ en auk þess er sannleikshugtakið gríðarlega mikilvægt í málspeki og er nátengt merkingarhugtakinu.

Fyrsti vandi heimspekingsins er að ákveða hvers konar hlutir geti verið sannir eða ósannir, það er að segja að finna svonefnda sannbera.[2] Í húfi er orðaforðinn, sem við notum til að fjalla um sannleikann. Síðan eru til fjölmargar kenningar um hvað geri sannberana sanna. Sumar kenningar, „þéttar“ kenningar, fara með sannleika líkt og eiginleika sem einkenna sannberana.[3] Aðrar kenningar, sem teljast til úrdráttarhyggjunnar, leggja til að sannleikur sé lítið annað en hagnýtt tól í tungumáli okkar en standi ekki fyrir neinn eiginleika sem sannberar geta haft.[4] Þessar kenningar eru undir áhrifum frá nýjungum í formlegri rökfræði sem hafa varpað ljósi á hvernig sannleikur virkar bæði í formlegum kerfum og náttúrulegum tungumálum.[5] Óháðar þessum vandamálum eru gátur um hvernig við vitum að eitthvað sé satt.[6] Maður virðist vita að maður finni fyrir tannpínu á annan hátt en maður veit að jörðin sé þriðja reikistjarnan frá sólu. Ef til vill er önnur þekkingin huglæg og fengin með innskoðun en hin hlutlæg og fengin með athugunum eða gildum ályktunum. Á sama hátt virðist sannleikur stundum velta á viðhorfi manns og bakgrunni en stundum vera algildur og óháður afstöðu manns. Heimspekingar hafa afar mismunandi hugmyndir um öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd.

  1. Ítarlegan inngang að sannleikskenningum er að finna í Richard Kirkham, Theories of Truth (Bradford Books, 1992).
  2. Bradley Dowden og Norman Swartz, „Truth: 2. What Sort of Things are True (or False)?“, The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 24.9.2008).
  3. Samsvörunarkenningar um sannleikann eru slíkar kenningar. Sjá Marian David, „Correspondence theory of truth“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2005) (Skoðað 24.9.2008). Sbr. Bradley Dowden og Norman Swartz, „Truth: 2. What Sort of Things are True (or False)?“ og „Truth: 3. Correspondence Theory“, The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 24.9.2008).
  4. Sjá Michael Williams, „Truth“ í Encyclopedia of Philosophy, (Macmillan, 1996): 572-573. Sjá einnig Paul Horwich, Truth, (2. útg, 1988) og Hartry Field, Truth and the Absence of Fact (2001). Sbr. einnig Daniel Stoljar og Nic Damnjanovic, „Deflationary theory of truth“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2007) (Skoðað 24.9.2008).
  5. Wilfrid Hodges, „Tarski's Definition of Truth“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 24.9.2008).
  6. Bradley Dowden og Norman Swartz, „Truth: 1. The Principal Problem“, The Internet Encyclopedia of Philosophy (2006) (Skoðað 24.9.2008).

Previous Page Next Page






Waarheid AF Wahrheit ALS Verdat AN सत्य ANP حقيقة Arabic حقيقه ARZ সত্য AS Verdá AST सच्चाई AWA Həqiqət AZ

Responsive image

Responsive image