Sermersooq (opinbert nafn á grænlensku: Kommuneqarfik Sermersooq) er sveitarfélag á suðvestur- og austurströnd Grænlands sem stofnað var 1. janúar 2009.[1]. Innan sveitarfélagsins er Nuuk, höfuðstaður Grænlands. Íbúafjöldi var um 24.000 árið 2022 og er þetta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Það nær yfir byggðarlögin (og samnefnd fyrrverandi sveitarfélög) Ammassalik og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, og Ivittuut, Nuuk og Paamiut á suðausturströndinni.
Sveitarfélagið er 635.600 km²[2] að flatarmáli og er það næstvíðfeðmasta sveitarfélag í heimi eftir Avannaata. Að sunnan liggur það að sveitarfélaginu Kujalleq.
Í norðvestri liggur Sermersooq að sveitarfélaginu Qeqqata, og enn norðar að Qaasuitsup-sveitarfélaginu. Í norðri liggur það að Þjóðgarði Grænlands. Eina samgönguleiðin milli austur- og vesturhluta sveitarfélagsins er reglubundið flug flugfélagsins Air Greenland.