Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Sermersooq

Sermersooq-sveitarfélagið á Grænlandskortinu

Sermersooq (opinbert nafn á grænlensku: Kommuneqarfik Sermersooq) er sveitarfélag á suðvestur- og austurströnd Grænlands sem stofnað var 1. janúar 2009.[1]. Innan sveitarfélagsins er Nuuk, höfuðstaður Grænlands. Íbúafjöldi var um 24.000 árið 2022 og er þetta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Það nær yfir byggðarlögin (og samnefnd fyrrverandi sveitarfélög) Ammassalik og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, og Ivittuut, Nuuk og Paamiut á suðausturströndinni.

Sveitarfélagið er 635.600 km²[2] að flatarmáli og er það næstvíðfeðmasta sveitarfélag í heimi eftir Avannaata. Að sunnan liggur það að sveitarfélaginu Kujalleq.

Í norðvestri liggur Sermersooq að sveitarfélaginu Qeqqata, og enn norðar að Qaasuitsup-sveitarfélaginu. Í norðri liggur það að Þjóðgarði Grænlands. Eina samgönguleiðin milli austur- og vesturhluta sveitarfélagsins er reglubundið flug flugfélagsins Air Greenland.

  1. Landstingslov nr. 15 af 5. december 2008 om Grønlands inddeling i landsdele og kommunet | http://www.lovgivning.gl/gh.gl-love/dk/2008/ltl/ltl_nr_15-2008_kom_inddel/ltl_nr_15-2008_dk.htm Geymt 29 júní 2009 í Wayback Machine
  2. [Kanukoka sameiginlegur vefur grænlensku sveitarfélagana http://www.kanukoka.gl/12630 Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine]

Previous Page Next Page






سيرمرسوك Arabic سيرمرسوك ARZ Sermersooq AST Сермерсок BE Sermersooq Catalan Sermersooq (munisipyo) CEB Sermersooq Czech Sermersooq Kommune Danish Kommuneqarfik Sermersooq German Σερμερσόοκ Greek

Responsive image

Responsive image