Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Sextos Empeirikos

Sextos Empeirikos
Sextos Empeirikos
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðPyrrhonsk efahyggja
Helstu ritverkFrumatriði pyrrhonismans
Helstu kenningarFrumatriði pyrrhonismans
Helstu viðfangsefniÞekkingarfræði

Sextos Empeirikos (uppi á 2. og 3. öld) var læknir og heimspekingur. Sennilega bjó hann í Alexandríu og Aþenu.

Sextos nam hjá Heródótosi, sem var læknir í Róm. Sem læknir tilheyrði hann „raunhyggjuskólanum“ (eða empíríska skólanum, líkt og nafnið gefur til kynna). Í heimspeki var hann efahyggjumaður, nánar tiltekið pyrrhonisti. Deilt er um hversu frumleg rit Sextosar voru og að hvaða marki hann styðst við rit eldri efahyggjumanna en rit hans eru merkustu varðveittu heimildirnar um forna efahyggju.

Rit Sextosar voru gefin út á grísku með latneskri þýðingu í Genf árið 1562. Þau voru lesin víða á 16., 17. og 18. öld, einkum Frumatriði pyrrhonismans. Þau höfðu mikil áhrif m.a. á Michel de Montaigne og David Hume meðal annarra.


Previous Page Next Page