Skilningur er sálfræðilegt ferli sem tengist hlutlægum eða óhlutlægum hlut, svo sem manneskju, ástandi eða skilaboðum, þar sem viðkomandi getur hugsað um hlutinn og beitt hugtökum til þess að meðhöndla hann á skilvirkan hátt. Skilningur felst í tengslum á milli skynjandans og skilningsmarks (e. object of understanding).
Skilningur felst í að gera hluti að hugtökum (e. conceptualisation) upp að vissu marki.