Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Snorra-Edda

Snorra-Edda er bók í fjórum hlutum, sem eru Prologus, Gylfaginning, Skáldskaparmál og Háttatal. Edda var rituð af Snorra Sturlusyni á 13. öld. Prologus fjallar um upphaf norrænnar trúar og er hann einungis stuttur formáli að bókinni. Á eftir honum kemur Gylfaginning en þar ræðir hinn fáfróði Gylfi konungur við Óðin um norræna trúarsiði og heimssýn fornnorrænna manna. Þessi kafli er á samtalsformi eins og oft tíðkaðist um kennslubækur að fornu. Því næst er komið að Skáldskaparmálum en þar spjallar Snorri um heiti í skáldskap. Síðasti kaflinn er Háttatal en það er 102 erinda kvæði til Skúla jarls og Hákonar konungs. Hver vísa er undir sínum hætti.

Snorra-Edda er mikilvægasta heimild sem við höfum í dag um norræna goðafræði og fornan átrúnað. Hún var hins vegar upprunalega skrifuð sem kennslubók í skáldskap og þjónaði næstu aldirnar mikilvægu hlutverki á því sviði.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page