Tilraun er aðferð til að prófa veruleikann í þeim tilgangi að skýra einhverja þætti hans. Tilraunir geta verið óformlegar, eins og þegar barn lærir á umhverfi sitt, eða formlegar sem hluti af vísindastarfsemi. Í vísindum eru tilraunir framkvæmdar til að sannreyna gildi tilgátu.