Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Ungverjaland

47°30′00″N 19°03′00″A / 47.50000°N 19.05000°A / 47.50000; 19.05000

Ungverjaland
Magyarország
Fáni Ungverjalands Skjaldarmerki Ungverjalands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Himnusz
Staðsetning Ungverjalands
Höfuðborg Búdapest
Opinbert tungumál ungverska
Stjórnarfar þingbundið Lýðveldi

Forseti Tamás Sulyok
Forsætisráðherra Viktor Orbán
Stofnun
 • Ungverska konungdæmið Desember 1000 
Evrópusambandsaðild 1. maí 2004
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
108. sæti
93.030 km²
0,74
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
91. sæti
9.730.000[1]
105/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 316,342 [2] millj. dala (53. sæti)
 • Á mann 32.434 dalir (41. sæti)
VÞL (2019) 0.854 (40. sæti)
Gjaldmiðill Ungversk fórinta (Ft) (HUF)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .hu
Landsnúmer +36

Ungverjaland (ungverska: Magyarország) er landlukt land í Mið-Evrópu, rétt austan Alpafjalla. Það er rúmlega 93 þús km2 að stærð og á landamæri að Slóvakíu í norðri, Úkraínu í norðaustri, Rúmeníu í austri og suðaustri, Serbíu í suðri, Króatíu og Slóveníu í suðvestri og Austurríki í vestri. Íbúar eru 10 milljónir og teljast flestir til Ungverja, en þar býr líka stór minnihlutahópur Rómafólks. Ungverska er opinbert tungumál í landinu. Það er stærsta úralska málið og eitt af fáum Evrópumálum sem ekki tilheyrir indóevrópsku málaættinni.[3] Höfuðborg landsins og stærsta borgin er Búdapest, en aðrar stórar borgir eru meðal annars Debrecen, Szeged, Miskolc, Pécs og Győr.

Ýmsar þjóðir hafa byggt landið sem í dag er Ungverjaland, þar á meðal Keltar, Rómverjar, Germanar, Húnar, Vestur-Slavar og Avarar. Fyrsta ungverska ríkið var stofnað seint á 9. öld þegar Ungverjar lögðu karpatísku sléttuna undir sig undir stjórn Árpáds.[4][5] Barnabarn hans, Stefán 1., gerði landið að kristnu konungsríki. Á 12. öld var Ungverjaland orðið að öflugu ríki sem náði hátindi sínum á 15. öld.[6] Eftir orrustuna við Mohács árið 1526 var landið að hluta hernumið af Tyrkjaveldi (1541-1699). Í upphafi 18. aldar varð Ungverjaland hluti af ríki Habsborgara og seinna hluti af Austurrísk-ungverska keisaradæminu sem var stórveldi í Evrópu fram á 20. öld.[7]

Austurríki-Ungverjaland leystist upp eftir fyrri heimsstyrjöld og núverandi landamæri Ungverjalands voru staðfest með Trianon-samningnum, sem leiddi til missis 71% af landsvæðinu og 58% af íbúunum.[8][9][10] Eftir róstusöm millistríðsár gerðist Ungverjaland bandamaður Öxulveldanna í síðari heimsstyrjöld þar sem mannfall og eyðilegging varð mikil.[11][12] Eftir stríð var Ungverjaland á áhrifasvæði Sovétríkjanna sem leiddi til stofnunar Alþýðulýðveldisins Ungverjalands. Eftir uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956 réðust Sovétríkin inn í landið og komið var á kommúnistastjórn sem var eilítið frjálslegri en í öðrum ríkjum Austurblokkarinnar. Niðurrif landamæragirðinga í Ungverjalandi 1989 flýtti fyrir hruni Austurblokkarinnar og upplausn Sovétríkjanna.[13] Þann 23. október 1989 var lýðræði endurreist í landinu.[14] Ungverjaland gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 2004 og hefur verið hluti af Schengen-svæðinu frá 2007.[15]

Á alþjóðavettvangi telst Ungverjaland til miðvelda, aðallega vegna menningarlegra og efnahagslegra áhrifa landsins í sínum heimshluta.[16] Landið er hátekjuland sem situr hátt á vísitölu um þróun lífsgæða, með ókeypis heilbrigðisþjónustu og framhaldsmenntun.[17][18] Ungverjaland á sér langa afrekasögu í myndlist, tónlist, bókmenntum, íþróttum, vísindum og tækni.[19][20][21] Landið er vinsæll áfangastaður ferðamanna með tæplega 25 ferðamenn árið 2019.[22] Landið var fyrsta austurevrópska ríkið sem gekk í NATO í mars 1999. Þann 1. maí 2004 fékk það inngöngu í Evrópusambandið. Landið á aðild að fjölda alþjóðastofnana eins og Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, Heimsbankanum, Alþjóðafjárfestingabankanum, Innviðafjárfestingabanka Asíu og Visegrád-hópnum.[23]

  1. „STADAT – 1.1. Népesség, népmozgalom (1941–)“. www.ksh.hu. Afrit af uppruna á 20. júní 2019. Sótt 12. júní 2019.
  2. „World Economic Outlook Database, October 2020“. IMF.org. International Monetary Fund. Sótt 20. október 2020.
  3. „Uralic (Finno-Ugrian) languages, Classification of the Uralic (Finno-Ugrian) languages, with present numbers of speakers and areas of distribution (last updated 24 September 201)“. helsinki.fi. 6 júní 2017. Sótt 6 júní 2017.
  4. „Hungary in the Carpathian Basin“ (PDF). Lajos Gubcsi, PhD. 6 júní 2017. Sótt 6 júní 2017.
  5. Acta Orientalia Academiae Scientiarum Hungaricae. 36. bindi. Magyar Tudományos Akadémia (Hungarian Academy of Sciences). 1982. bls. 419.
  6. Kristó Gyula – Barta János – Gergely Jenő: Magyarország története előidőktől 2000-ig, Pannonica Kiadó, Budapest, 2002, ISBN 963-9252-56-5, p. 687, pp. 37, pp. 113.
  7. Austria-Hungary, HISTORICAL EMPIRE, EUROPE. 6 júní 2017. Sótt 6 júní 2017.
  8. Richard C. Frucht (31. desember 2004). Eastern Europe: An Introduction to the People, Lands, and Culture. ABC-CLIO. bls. 360. ISBN 978-1-57607-800-6.
  9. Trianon, Treaty of. 2009.
  10. „Text of the Treaty, Treaty of Peace Between The Allied and Associated Powers and Hungary And Protocol and Declaration, Signed at Trianon June 4, 1920“. Sótt 10 júní 2009.
  11. Hungary: The Unwilling Satellite Geymt 16 febrúar 2007 í Wayback Machine John F. Montgomery, Hungary: The Unwilling Satellite. Devin-Adair Company, New York, 1947. Reprint: Simon Publications, 2002.
  12. Thomas, The Royal Hungarian Army in World War II, pg. 11
  13. Hanrahan, Brian (9 maí 2009). „Hungary's Role in the 1989 Revolutions“. BBC News.
  14. „1989. évi XXXI. törvény az Alkotmány módosításáról“ [Act XXXI of 1989 on the Amendment of the Constitution]. Magyar Közlöny (ungverska). 44 (74). Budapest: Pallas Lap- és Könyvkiadó Vállalat: 1219. 23 október 1989.
  15. „Benefits of EU Membership“. Hungarian Chamber of Commerce and Industry. 6 júní 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 júní 2017. Sótt 6 júní 2017.
  16. Higgott, Richard A.; Cooper, Andrew Fenton (1990). „Middle Power Leadership and Coalition Building: Australia, the Cairns Group, and the Uruguay Round of Trade Negotiations“. International Organization. 44 (4): 589–632. doi:10.1017/S0020818300035414. ISSN 0020-8183. JSTOR 2706854. S2CID 153563278.
  17. OECD (27 júní 2013). „OECD Health Data: Social protection“. OECD Health Statistics (Database). doi:10.1787/data-00544-en. Sótt 14 júlí 2013.
  18. Eurydice. „Compulsory Education in Europe 2013/2014“ (PDF). European commission. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6 nóvember 2013. Sótt 19 maí 2014.
  19. „Hungary's Nobel Prize Winners, 13 Hungarian win Nobel Prize yet“. Hungarian Academy of Sciences. Sótt 2 apríl 2022.
  20. „Population per Gold Medal. Hungary has the second highest gold medal per capita in the world. All together it has 175 gold medal until 2016“. medalspercapita.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 30 júlí 2017. Sótt 19 ágúst 2022.
  21. [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/276684/Hungarian-literature Encyclopædia Britannica, 2012 edition
  22. „STADAT – 4.5.3. The number of inbound trips to Hungary and the related expenditures by motivation (2009–)“. Hungarian Central Statistical Office. Sótt 2 júní 2022.
  23. „International organizations in Hungary“. Ministry of Foreign Affairs. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 20 nóvember 2016.

Previous Page Next Page






Венгриа AB Hongaria ACE Хунгарие ADY Hongarye AF Ungarn ALS ሀንጋሪ AM Hungary AMI Hongría AN Ungerland ANG Ọngari ANN

Responsive image

Responsive image