Uummannaq, er bær á norðvesturströnd Grænlands með um 1300 íbúa (2013). Bærinn er á samnefndri eyju sem er um það bil 12 km² að flatarmáli. Hann er 590 km fyrir norðan heimskautsbaug. Staðsetning: 70° 40'N og 58° 08' V. Uummannaq er hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Uummannaq ber nafn af samnefndu fjalli rétt við bæinn, fjallið nær 1170 m hæð. Það er hjartalaga enda þýðir nafnið Uummannaq „hjartalaga“. Aðalatvinnuvegir eru fiskveiðar og selveiði auk ferðamennsku.