Vafri er forrit sem notað er til að vafra um netið eða skoða skjöl á vefþjónum eða skráakerfi m.a. með notkun HTTP-samskiptareglnanna. Vafrar lesa kóða vefsíðu og nota hann til að miðla kóðanum á lesanlegu formi til notandans. Stærsta netkerfi samansett af samtengdum skrám er þekkt sem veraldarvefurinn.